Gleðilegt gott ár
Aldrei of seint að pikka upp skrif á kvöld-hobbý-projectinu sínu, þó að það sé heilu ári síðar.
Hvílíkt ár sem það hefur verið, bæði gott og erfitt. Ný vinna og nýir félagar, utanlandsferðir og annar heimsfaraldur. Nýir tindar, og að festast uppi á þeim hæsta í blindbyl í 19 tíma. Bíllaus lífstíll og beinbrot og aðgerð í kjölfar rafhlaupahjólaóhapps.
Ég byrja svo nýja árið með covid smiti, sem er sem betur fer vægara afbrigðið, og 7 daga einangrun.